Dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 13:00 "Við ætlum að spila jólakonsertinn eftir Corelli, Haydn- og hugguleg jólalög,“ segir Helga. Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag þegar strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur kemur þar fram klukkan 17.30. Sveitin er skipuð nemendum og kennurum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness. Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir tveimur árum, hlaut mænuskaða og lamaðist. Áður hafði hún verið leiðandi víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og auk þess kenndi hún við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nú helgar hún sig kennslunni. „Ég á vinkonu sem sagði við mig: „Þú bara verður að fara að vinna.“ Ég hélt kannski að það vildi enginn fá mig en svo náttúrlega var þetta kannski mín besta lækning. Það er dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk. Líka gaman og gefandi að vera í tónlistinni þótt ég geti ekki spilað.“ Strengjasveitin ætlar að spila verk eftir Bach, Haydn og Corelli ásamt nokkrum jólalögum. Tónleikarnir eru fastur liður í dagskrá bókasafnsins og hluti af samstarfsverkefni safnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir. Aðgangur er ókeypis. „Bækurnar eru bara færðar til og sófar og stólar settir í staðinn, mjög kósí,“ segir Helga. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag þegar strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur kemur þar fram klukkan 17.30. Sveitin er skipuð nemendum og kennurum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness. Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir tveimur árum, hlaut mænuskaða og lamaðist. Áður hafði hún verið leiðandi víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og auk þess kenndi hún við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nú helgar hún sig kennslunni. „Ég á vinkonu sem sagði við mig: „Þú bara verður að fara að vinna.“ Ég hélt kannski að það vildi enginn fá mig en svo náttúrlega var þetta kannski mín besta lækning. Það er dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk. Líka gaman og gefandi að vera í tónlistinni þótt ég geti ekki spilað.“ Strengjasveitin ætlar að spila verk eftir Bach, Haydn og Corelli ásamt nokkrum jólalögum. Tónleikarnir eru fastur liður í dagskrá bókasafnsins og hluti af samstarfsverkefni safnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir. Aðgangur er ókeypis. „Bækurnar eru bara færðar til og sófar og stólar settir í staðinn, mjög kósí,“ segir Helga.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira