Harvard-maður hjá Fjármálaráðuneytinu gefur út sólóplötu Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Rennur þægilega niður - Tónlist Ólafs minnir á kvikmyndatónlist. „Ég hitti á þetta tómarúm á milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar,“ segir Ólafur Reynir Guðmundsson, lögfræðingur og tónlistarmaður sem hefur nú gefið út sinn fyrsta geisladisk, Upphaf. „Ég hef tekið eftir því að stemningin minnir fólk á kvikmyndatónlist. Jónas Sen sagði í gagnrýni sinni að þetta væri afar þægilegt og rynni ljúflega niður en það er nákvæmlega það sem ég vildi gera.“Ólafur er kannski ekki dæmigerður tónlistarmaður þar sem hann vinnur sem lögfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara góð blanda en mér tekst reyndar ekki mikið að semja þar,“ segir hann og bætir við að ástríða hans fyrir tónlistargerð hafi eiginlega kviknað þegar hann stundaði nám við Harvard-háskóla. „Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóðfærið og það kallaði á einhverja þörf fyrir að semja,“ segir Ólafur, sem fór brátt að spila í veislum og á mannamótum til að prófa hugmyndir sínar áfram. Þessi fyrsta plata hans markar síðan umgjörð um það sem hann hefur starfað við í tónlistinni undanfarin ár. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég hitti á þetta tómarúm á milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar,“ segir Ólafur Reynir Guðmundsson, lögfræðingur og tónlistarmaður sem hefur nú gefið út sinn fyrsta geisladisk, Upphaf. „Ég hef tekið eftir því að stemningin minnir fólk á kvikmyndatónlist. Jónas Sen sagði í gagnrýni sinni að þetta væri afar þægilegt og rynni ljúflega niður en það er nákvæmlega það sem ég vildi gera.“Ólafur er kannski ekki dæmigerður tónlistarmaður þar sem hann vinnur sem lögfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara góð blanda en mér tekst reyndar ekki mikið að semja þar,“ segir hann og bætir við að ástríða hans fyrir tónlistargerð hafi eiginlega kviknað þegar hann stundaði nám við Harvard-háskóla. „Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóðfærið og það kallaði á einhverja þörf fyrir að semja,“ segir Ólafur, sem fór brátt að spila í veislum og á mannamótum til að prófa hugmyndir sínar áfram. Þessi fyrsta plata hans markar síðan umgjörð um það sem hann hefur starfað við í tónlistinni undanfarin ár.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira