Toppurinn að vera tímanlegur Sara McMahon skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þegar ég var rúmlega áratug yngri en ég er í dag bjó ég í Danmörku í nokkur ár. Mjög stuttu eftir að ég fluttist til kóngsins Köbenhavn var mér boðið í afmælisveislu – svona ekta danska afmælisveislu með smurbrauði, hönsesalati, bjór, snaps, kökum, kaffi og stanslausum söng. Gestir áttu að mæta klukkan tólf á hádegi og ég man enn þann dag í dag hversu undrandi ég varð þegar allir gestirnir voru mættir nokkrum mínútum fyrir tólf. Ég var hissa en hamingjusöm og um mig hríslaðist ókunnug sælutilfinning. „Hér mæta allir á réttum tíma! Hér mun ég una mér vel,“ hugsaði ég með mér á meðan undir ómaði „I dag er det Kirstens födselsdag. Hurra, hurra, hurra!“ Og næstu árin gekk lífið sinn stundvíslega vanagang: Almenningssamgöngutækin gengu á hárréttum tíma, tónleikar hófust stundvíslega og sömuleiðis hverskyns boð og veislur. Ólíkt Íslendingum á hið vinsæla, enska orðatiltæki að vera „fashionably late“ ekki upp á pallborðið hjá Dönum (í það minnsta ekki þeim sem ég umgekkst í þau ár sem ég bjó á meðal þeirra). Það að vera „stællega seinn“ virðist helst brúkað af óstundvísu fólki sem reynir um leið að réttlæta sinn eigin seinagang og, ef ég má gerast svo kræf, dónaskap. Og stundum, þegar ég sit og bíð eftir fólki, læt ég hugann reika aftur til þess tíma er ég bjó í landi þar sem stundvísi var í tísku og fólk mætti „fashionably on time“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar ég var rúmlega áratug yngri en ég er í dag bjó ég í Danmörku í nokkur ár. Mjög stuttu eftir að ég fluttist til kóngsins Köbenhavn var mér boðið í afmælisveislu – svona ekta danska afmælisveislu með smurbrauði, hönsesalati, bjór, snaps, kökum, kaffi og stanslausum söng. Gestir áttu að mæta klukkan tólf á hádegi og ég man enn þann dag í dag hversu undrandi ég varð þegar allir gestirnir voru mættir nokkrum mínútum fyrir tólf. Ég var hissa en hamingjusöm og um mig hríslaðist ókunnug sælutilfinning. „Hér mæta allir á réttum tíma! Hér mun ég una mér vel,“ hugsaði ég með mér á meðan undir ómaði „I dag er det Kirstens födselsdag. Hurra, hurra, hurra!“ Og næstu árin gekk lífið sinn stundvíslega vanagang: Almenningssamgöngutækin gengu á hárréttum tíma, tónleikar hófust stundvíslega og sömuleiðis hverskyns boð og veislur. Ólíkt Íslendingum á hið vinsæla, enska orðatiltæki að vera „fashionably late“ ekki upp á pallborðið hjá Dönum (í það minnsta ekki þeim sem ég umgekkst í þau ár sem ég bjó á meðal þeirra). Það að vera „stællega seinn“ virðist helst brúkað af óstundvísu fólki sem reynir um leið að réttlæta sinn eigin seinagang og, ef ég má gerast svo kræf, dónaskap. Og stundum, þegar ég sit og bíð eftir fólki, læt ég hugann reika aftur til þess tíma er ég bjó í landi þar sem stundvísi var í tísku og fólk mætti „fashionably on time“.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun