Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 11:00 Bjarki, eða Kid Mistik, er búsettur í Kaupmannahöfn. Mynd/John Rivers „Ég tók með mér USB-lykil með minni eigin tónlist þegar hún spilaði á tónleikum í Köben, svo er ég þarna allt kvöldið og undir morgun gef ég Ninu kubbinn,“ segir raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðsson, betur þekktur sem Kid Mistik. Hann hefur nú skrifað undir hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki hins virta rússneska plötusnúðar Ninu Kraviz , трип sem borið er fram sem „trip“. „Þetta endaði í stuttu spjalli, stuttu síðar hefur hún samband og í sumar bauð hún mér að gefa út á útgáfunni sinni. Fyrst bjóst ég við að hún myndi bara spila dótið mitt en síðan varð þetta meira alvarlegt af hennar hálfu.“ Bjarki gefur út undir eigin nafni hjá fyrirtækinu en það á að hans sögn skylt við house- og acid-raftónlist. Bjarki verður með eitt lag á fyrstu safnplötu útgáfunnar sem kemur út í desember en plötusnúðurinn Addi Exos frá Thule Records verður líka með lag þar. „Nina hefur litið upp til Adda og Thule frá því að hún var yngri, ég fékk að vita betur í gegnum hana hvað Thule Records stendur sterkt inni í senunni í dag og hvað það er virt útgáfufyrirtæki.“ Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég tók með mér USB-lykil með minni eigin tónlist þegar hún spilaði á tónleikum í Köben, svo er ég þarna allt kvöldið og undir morgun gef ég Ninu kubbinn,“ segir raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðsson, betur þekktur sem Kid Mistik. Hann hefur nú skrifað undir hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki hins virta rússneska plötusnúðar Ninu Kraviz , трип sem borið er fram sem „trip“. „Þetta endaði í stuttu spjalli, stuttu síðar hefur hún samband og í sumar bauð hún mér að gefa út á útgáfunni sinni. Fyrst bjóst ég við að hún myndi bara spila dótið mitt en síðan varð þetta meira alvarlegt af hennar hálfu.“ Bjarki gefur út undir eigin nafni hjá fyrirtækinu en það á að hans sögn skylt við house- og acid-raftónlist. Bjarki verður með eitt lag á fyrstu safnplötu útgáfunnar sem kemur út í desember en plötusnúðurinn Addi Exos frá Thule Records verður líka með lag þar. „Nina hefur litið upp til Adda og Thule frá því að hún var yngri, ég fékk að vita betur í gegnum hana hvað Thule Records stendur sterkt inni í senunni í dag og hvað það er virt útgáfufyrirtæki.“
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira