Madonna ræður handritshöfund 20. nóvember 2014 12:00 Söngkonan leikstýrir næst myndinni Adé: A Love Story. Söngkonan Madonna hefur ráðið handritshöfund fyrir nýjasta leikstjórnarverkefnið sitt. Dianne Houston, sem er einnig að vinna við væntanlega mynd um ævi Missy Elliott, hefur samþykkt að skrifa handritið fyrir Adé: A Love Story, að því er tímaritið The Hollywood Reporter greinir frá. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Rebeccu Walker sem fjallar um ástarsamband bandarísks nema sem er á ferðalagi um Afríku og manns sem hún hittir á eyju undan ströndum Kenía. Á meðal vandamála sem blossa upp er þegar konan sýkist af malaríu og borgarastyrjöld ríkir í kringum þau. Þegar skáldsagan kom út á síðasta ári lagði Madonna blessun sína yfir hana á bókarkápunni með ummælunum: „Lesið þessa bók! Ótrúlegt ferðalag! Falleg ástarsaga!“ Madonna hefur áður leikstýrt einni mynd í fullri lengd, We, sem fjallaði um samband Edwards VIII. konungs og Wallis Simpson. Hún hlaut slæmar viðtökur gagnrýnenda og dræma aðsókn árið 2011. Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Söngkonan Madonna hefur ráðið handritshöfund fyrir nýjasta leikstjórnarverkefnið sitt. Dianne Houston, sem er einnig að vinna við væntanlega mynd um ævi Missy Elliott, hefur samþykkt að skrifa handritið fyrir Adé: A Love Story, að því er tímaritið The Hollywood Reporter greinir frá. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Rebeccu Walker sem fjallar um ástarsamband bandarísks nema sem er á ferðalagi um Afríku og manns sem hún hittir á eyju undan ströndum Kenía. Á meðal vandamála sem blossa upp er þegar konan sýkist af malaríu og borgarastyrjöld ríkir í kringum þau. Þegar skáldsagan kom út á síðasta ári lagði Madonna blessun sína yfir hana á bókarkápunni með ummælunum: „Lesið þessa bók! Ótrúlegt ferðalag! Falleg ástarsaga!“ Madonna hefur áður leikstýrt einni mynd í fullri lengd, We, sem fjallaði um samband Edwards VIII. konungs og Wallis Simpson. Hún hlaut slæmar viðtökur gagnrýnenda og dræma aðsókn árið 2011.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira