Faðirvor Jóns Ásgeirssonar sem lokalag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 16:30 "Hin í hópnum eru öll meira lærð en ég, maður verður að velja sér gott fólk til að vinna með,“ segir Eygló, sem er önnur frá vinstri á myndinni. „Dagskráin verður í stíl við yfirskriftina á tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Okkur finnst svo hentugt að bjóða upp á hugljúft hádegi með innilegri tónlist á föstudegi,“ segir Eygló Rúnarsdóttir, félagi í Íslenska sönglistahópnum um hádegistónleikana í Laugarneskirkju á morgun, föstudag. „Allt eru þetta trúarleg verk við biblíutexta, eða úr öðrum ritum, afar falleg lög og öll sungin án undirleiks,“ útskýrir Eygló. Hún segir tónlistina spanna þrjár aldir, því elsta tónskáldið, Antonio Lotti, sé fætt 1667 og það yngsta sé tuttugustu aldar tónskáldið Jón Ásgeirsson. „Við ákváðum að taka Faðirvorið hans Jóns sem lokalag á tónleikunum.“ Íslenski sönglistahópurinn hefur verið til frá haustinu 2010 er hann var stofnaður í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Hann er skipaður menntuðu söngfólki. „Hin í hópnum eru öll meira lærð en ég, maður verður að velja sér gott fólk til að vinna með,“ segir Eygló glaðlega.Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og ekki er posi á staðnum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Dagskráin verður í stíl við yfirskriftina á tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Okkur finnst svo hentugt að bjóða upp á hugljúft hádegi með innilegri tónlist á föstudegi,“ segir Eygló Rúnarsdóttir, félagi í Íslenska sönglistahópnum um hádegistónleikana í Laugarneskirkju á morgun, föstudag. „Allt eru þetta trúarleg verk við biblíutexta, eða úr öðrum ritum, afar falleg lög og öll sungin án undirleiks,“ útskýrir Eygló. Hún segir tónlistina spanna þrjár aldir, því elsta tónskáldið, Antonio Lotti, sé fætt 1667 og það yngsta sé tuttugustu aldar tónskáldið Jón Ásgeirsson. „Við ákváðum að taka Faðirvorið hans Jóns sem lokalag á tónleikunum.“ Íslenski sönglistahópurinn hefur verið til frá haustinu 2010 er hann var stofnaður í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Hann er skipaður menntuðu söngfólki. „Hin í hópnum eru öll meira lærð en ég, maður verður að velja sér gott fólk til að vinna með,“ segir Eygló glaðlega.Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og ekki er posi á staðnum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira