Eitthvað einstakt við systur Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 00:01 Anna mun flytja heilt tökulið til landsins. mynd/malin sydne „Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira