Skrifaði undir tvo plötusamninga á einum degi Þórður Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2014 09:30 Rakel er skiljanlega sátt með fréttirnar. „Þetta er geðveikt spennandi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði en það varð formlegt í dag,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að skrifa undir tvo plötusamninga á sama degi, annars vegar fyrir stúlknahljómsveitina Dream Wife og hins vegar fyrir samstarfsverkefni hennar og Sölva Blöndals, Halleluhwah. „Þetta eru gjörólík verkefni. Dream Wife er popppönk og stelpuhljómsveit og svo er Halleluhwah mikil fegurð, „sixtís“ fílíngur með elektrói og smá trip-hoppi,“ segir Rakel. Dream Wife, sem Rakel stofnaði ásamt vinkonum sínum í listaháskólanum í Brighton í Englandi, skrifaði undir samning hjá frönsku plötuútgáfunni Enfer Records. Sveitin byrjaði sem gjörningur fyrir gallerísýningu Rakelar í Brighton. Halleluhwah skrifaði hins vegar undir hjá Senu á Íslandi. Plata þeirra Sölva er tilbúin og segist Rakel vera gríðarlega sátt með verkið. „Þetta er það besta sem ég hef nokkurn tímann samið.“ Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er geðveikt spennandi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði en það varð formlegt í dag,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að skrifa undir tvo plötusamninga á sama degi, annars vegar fyrir stúlknahljómsveitina Dream Wife og hins vegar fyrir samstarfsverkefni hennar og Sölva Blöndals, Halleluhwah. „Þetta eru gjörólík verkefni. Dream Wife er popppönk og stelpuhljómsveit og svo er Halleluhwah mikil fegurð, „sixtís“ fílíngur með elektrói og smá trip-hoppi,“ segir Rakel. Dream Wife, sem Rakel stofnaði ásamt vinkonum sínum í listaháskólanum í Brighton í Englandi, skrifaði undir samning hjá frönsku plötuútgáfunni Enfer Records. Sveitin byrjaði sem gjörningur fyrir gallerísýningu Rakelar í Brighton. Halleluhwah skrifaði hins vegar undir hjá Senu á Íslandi. Plata þeirra Sölva er tilbúin og segist Rakel vera gríðarlega sátt með verkið. „Þetta er það besta sem ég hef nokkurn tímann samið.“
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira