Rokkað gegn siðapostulum Þórður Ingi Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 11:30 Abominor skrifaði nýlega undir samning hjá írsku plötuútgáfunni Invictus Productions. mynd/kristinn guðmundsson „Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira