Stefnir í spennandi vetur í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:00 Öflug Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir sterku liði Keflavíkur í vetur. Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins