Kínverski táknheimurinn er heillandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 10:30 „Ef þú skoðar bókina sérðu að þetta snýst um miklu meira en að kenna tákn og úr þessu verður rosalega falleg bók,“ segir Hildigunnur. Vísir/Valli Ég tala alls ekki kínversku, en eftir að hafa þýtt bókina úr ensku er ég farin að skilja þó nokkuð af táknum,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir, þýðandi bókarinnar Chineasy, það er leikur að læra kínversku eftir ShaoLan sem er nýkomin út hjá Bjarti. Hildigunnur segist alltaf hafa verið heilluð af kínverskum táknum. „Fyrir mörgum árum átti ég kunningja sem kunni kínversku og hann gaf mér smá innsýn í það hvernig kínversku táknin virka og hvernig þau eru sett saman. Hvernig hægt er að hlaða utan á eitt tákn og gjörbreyta merkingu þess. Það fannst mér ótrúlega heillandi, enda svo ólíkt okkar kerfi.“ Höfundur Chineasy, ShaoLan, fæddist í Taípei í Taívan, dóttir skrautskrifara og leirkerasmiðs, en býr nú á Bretlandi og elur börn sín þar upp. Hana langaði til þess að tengja þessa tvo menningarheima, en áttaði sig á hversu erfitt væri að læra kínversku og fann enga aðferð sem henni fannst skemmtileg. „Þannig að hún fór í ferðalag í huganum í leit að aðferð til að gera táknin aðgengilegri fyrir krakkana,“ útskýrir Hildigunnur. „Það tók nokkur ár en útkoman varð þessi. Ef þú skoðar bókina sérðu að þetta snýst um miklu meira en að kenna tákn og úr þessu verður rosalega falleg bók. Teiknararnir og hönnuðirnir eiga mjög mikið í þessu verki. Þig þarf ekkert að langa til að læra kínversku til að hrífast af bókinni, það er bara svo óskaplega gaman að fletta henni og skoða.“ Spurð hvort fólk geti lært að tala kínversku af bókinni neitar Hildigunnur því. „Það sem hún gerir er að opna manni leið inn í kínverskuna. Þessi táknheimur er svo yfirþyrmandi, yfir þúsund tákn, en með því að skoða Chineasy fær maður smá innsýn inn í það hvernig þetta er og lærir að skilja stuttar setningar. En þú verður ekkert altalandi á kínversku eftir lesturinn.“ Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég tala alls ekki kínversku, en eftir að hafa þýtt bókina úr ensku er ég farin að skilja þó nokkuð af táknum,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir, þýðandi bókarinnar Chineasy, það er leikur að læra kínversku eftir ShaoLan sem er nýkomin út hjá Bjarti. Hildigunnur segist alltaf hafa verið heilluð af kínverskum táknum. „Fyrir mörgum árum átti ég kunningja sem kunni kínversku og hann gaf mér smá innsýn í það hvernig kínversku táknin virka og hvernig þau eru sett saman. Hvernig hægt er að hlaða utan á eitt tákn og gjörbreyta merkingu þess. Það fannst mér ótrúlega heillandi, enda svo ólíkt okkar kerfi.“ Höfundur Chineasy, ShaoLan, fæddist í Taípei í Taívan, dóttir skrautskrifara og leirkerasmiðs, en býr nú á Bretlandi og elur börn sín þar upp. Hana langaði til þess að tengja þessa tvo menningarheima, en áttaði sig á hversu erfitt væri að læra kínversku og fann enga aðferð sem henni fannst skemmtileg. „Þannig að hún fór í ferðalag í huganum í leit að aðferð til að gera táknin aðgengilegri fyrir krakkana,“ útskýrir Hildigunnur. „Það tók nokkur ár en útkoman varð þessi. Ef þú skoðar bókina sérðu að þetta snýst um miklu meira en að kenna tákn og úr þessu verður rosalega falleg bók. Teiknararnir og hönnuðirnir eiga mjög mikið í þessu verki. Þig þarf ekkert að langa til að læra kínversku til að hrífast af bókinni, það er bara svo óskaplega gaman að fletta henni og skoða.“ Spurð hvort fólk geti lært að tala kínversku af bókinni neitar Hildigunnur því. „Það sem hún gerir er að opna manni leið inn í kínverskuna. Þessi táknheimur er svo yfirþyrmandi, yfir þúsund tákn, en með því að skoða Chineasy fær maður smá innsýn inn í það hvernig þetta er og lærir að skilja stuttar setningar. En þú verður ekkert altalandi á kínversku eftir lesturinn.“
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira