Idol-söngkona vinsæl í Granada 1. nóvember 2014 13:00 Anna Hlín Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“ Idol Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“
Idol Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira