8 góðar ástæður fyrir því að þú ættir að hreyfa þig Rikka skrifar 3. nóvember 2014 14:00 Það er gaman að hreyfa sig með öðrum, göngutúrar eru frábærir í það. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum geta 20 mínútur af líkamlegri áreynslu haft jákvæð andleg áhrif í allt að tólf klukkustundir og því vel þess virði að koma sér af stað. Einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru hamingjusamari og ánægðari í lífinu en þeir sem að hreyfa sig ekkert. Hreyfing eykur framleiðslu á taugaboðefninu endorfín eða endogenous morphin, sem stundum er kallað náttúrulegt morfín líkamans og veitir vellíðunartillfiningu. Hreyfing heldur framleiðslu á stresshormónunum kortisóli og adrenalíni í jafnvægi. Fólk sem hreyfir sig er því ekki eins stressað og þeir sem hreyfa sig ekkert. Sannanir eru fyrir því að bein tengsl séu á milli líkamlegrar áreynslu og betri andlegrar heilsu. Þeir sem hreyfa sig reglulega finna síður fyrir þunglyndiseinkennum. Líkamleg áreynsla utandyra skilar betri árangri en sú sem stunduð er innandyra. Þeir sem hreyfðu sig utandyra voru endurnærðari og orkumeiri en innipúkarnir. Þess má geta að þetta var rannsókn sem gerð var erlendis og á kannski ekki alltaf við á okkar ylhýra Íslandi. Það er þó alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Göngutúrar úti í náttúrunni róa okkur mannfólkið meira en göngutúrar í kringum steinsteypu. Það er því um að gera að fara út í skóg og faðma trén reglulega. Við erum líklegri til þess að ná árangri í líkamsrækt ef við veljum okkur íþrótt sem við höfum áhuga á að stunda og finnum jafnvel að við erum nokkuð góð í. Heilsa Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur
Samkvæmt vísindalegum rannsóknum geta 20 mínútur af líkamlegri áreynslu haft jákvæð andleg áhrif í allt að tólf klukkustundir og því vel þess virði að koma sér af stað. Einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru hamingjusamari og ánægðari í lífinu en þeir sem að hreyfa sig ekkert. Hreyfing eykur framleiðslu á taugaboðefninu endorfín eða endogenous morphin, sem stundum er kallað náttúrulegt morfín líkamans og veitir vellíðunartillfiningu. Hreyfing heldur framleiðslu á stresshormónunum kortisóli og adrenalíni í jafnvægi. Fólk sem hreyfir sig er því ekki eins stressað og þeir sem hreyfa sig ekkert. Sannanir eru fyrir því að bein tengsl séu á milli líkamlegrar áreynslu og betri andlegrar heilsu. Þeir sem hreyfa sig reglulega finna síður fyrir þunglyndiseinkennum. Líkamleg áreynsla utandyra skilar betri árangri en sú sem stunduð er innandyra. Þeir sem hreyfðu sig utandyra voru endurnærðari og orkumeiri en innipúkarnir. Þess má geta að þetta var rannsókn sem gerð var erlendis og á kannski ekki alltaf við á okkar ylhýra Íslandi. Það er þó alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Göngutúrar úti í náttúrunni róa okkur mannfólkið meira en göngutúrar í kringum steinsteypu. Það er því um að gera að fara út í skóg og faðma trén reglulega. Við erum líklegri til þess að ná árangri í líkamsrækt ef við veljum okkur íþrótt sem við höfum áhuga á að stunda og finnum jafnvel að við erum nokkuð góð í.
Heilsa Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur