Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. október 2014 17:00 Ragnar Kjartansson sýnir lifandi myndlist í Skúrnum um helgina. Vísir/Daníel Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portrettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrnum. Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhannsson hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singapore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Funerals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað segirðu?“, hann svarar: „allt ömurlegt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“ Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portrettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrnum. Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhannsson hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singapore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Funerals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað segirðu?“, hann svarar: „allt ömurlegt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“ Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira