Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. október 2014 08:00 Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvort það á að greiða fyrir byssurnar sem íslensk yfirvöld fengu í Noregi. Fréttablaðið/Vilhelm „Utanríkisráðherra hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í gær. Á fundi allsherjar- og efnahagsnefndar Alþingis í vikunni með ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóni hjá embættinu kom fram að utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra í fyrradag kemur fram að norsk sendinefnd hafi komið til landsins í júní 2013 í boði utanríkisráðuneytisins. Norsku nefndarmennirnir greindu þá frá því að íslensku lögreglunni stæði til boða að fá hríðskotabyssurnar.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að það sé engin leynd í málinu en bætir við að menn hefðu átt að segja strax hvernig hlutirnir væru því það sé ekkert óeðlilegt við þá. „Hins vegar hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki gert,“ segir ráðherra og bætir við að honum finnist að það hefði átt að svara skýrar um þessi mál.Á fundi nefndarinnar kom einnig fram að innanríkisráðuneytinu hefði verið kunnugt um málið. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst var ráðuneytið upplýst um norsku byssurnar í júlí, en engar fundargerðir eða aðrar ritaðar heimildir munu vera til um þær upplýsingar sem ráðuneytið fékk. Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um að lögreglan væri að endurnýja búnað sinn og til þess hafi hún heimild í reglugerð frá 1999. „Þeir hafa þessa heimild,“ segir Hanna Birna og segir að engin stefnubreyting hafi átt sér stað varðandi vopnaburð eða vopnaeign lögreglunnar. „Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki,“ segir Hanna Birna um byssurnar 150 sem lögreglan á að fá. Hvorki Hanna Birna né Gunnar Bragi telja að það þurfi að ræða það opinberlega að hingað séu komnar 250 hríðskotabyssur, eða hvernig málið bar að. Málið sé ekki þess eðlis. Það sé eingöngu verið að endurnýja úrsérgengin skotvopn lögreglunnar og Gæslunnar. Hún fargi skotvopnum á móti þeim byssum sem hún sé að fá, vopnaeignin sé ekki að aukast. Lögreglan hefur hins vegar ekki tilkynnt um að hún hafi eytt neinum af vopnum sínum. Fréttablaðið hefur ekki fengið að sjá samninginn sem gerður var milli Norðmanna og Íslendinga um MP5-byssurnar og ekki hefur fengist uppgefið hver skrifaði undir hann. Þá liggur ekki fyrir hvort MP5-byssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eða hvort þeir eru að selja íslenskum yfirvöldum byssurnar. Lögreglan á að fá 150 MP5-byssur en Landhelgisgæslan 100. Bæði Landhelgisgæsla og lögregla halda því fram að byssurnar séu gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að kaupsamningur hafi verið gerður og Íslendingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið greitt fyrir byssurnar og ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir þær. Lögreglan hefur sagt að hún vilji ekki byssurnar þurfi hún að greiða fyrir þær. MP5-byssurnar 250 komu með flutningavél norska flughersins frá Noregi í febrúar og hafa síðan verið geymdar innan tollverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar í viðurkenndum skotvopnageymslum. Lögreglan fékk raunar 35 þeirra til afnota í skamman tíma til æfinga. Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildandi varnarmálalögum. Hvorki Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, né Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildu svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál í gær. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
„Utanríkisráðherra hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í gær. Á fundi allsherjar- og efnahagsnefndar Alþingis í vikunni með ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóni hjá embættinu kom fram að utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra í fyrradag kemur fram að norsk sendinefnd hafi komið til landsins í júní 2013 í boði utanríkisráðuneytisins. Norsku nefndarmennirnir greindu þá frá því að íslensku lögreglunni stæði til boða að fá hríðskotabyssurnar.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að það sé engin leynd í málinu en bætir við að menn hefðu átt að segja strax hvernig hlutirnir væru því það sé ekkert óeðlilegt við þá. „Hins vegar hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki gert,“ segir ráðherra og bætir við að honum finnist að það hefði átt að svara skýrar um þessi mál.Á fundi nefndarinnar kom einnig fram að innanríkisráðuneytinu hefði verið kunnugt um málið. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst var ráðuneytið upplýst um norsku byssurnar í júlí, en engar fundargerðir eða aðrar ritaðar heimildir munu vera til um þær upplýsingar sem ráðuneytið fékk. Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um að lögreglan væri að endurnýja búnað sinn og til þess hafi hún heimild í reglugerð frá 1999. „Þeir hafa þessa heimild,“ segir Hanna Birna og segir að engin stefnubreyting hafi átt sér stað varðandi vopnaburð eða vopnaeign lögreglunnar. „Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki,“ segir Hanna Birna um byssurnar 150 sem lögreglan á að fá. Hvorki Hanna Birna né Gunnar Bragi telja að það þurfi að ræða það opinberlega að hingað séu komnar 250 hríðskotabyssur, eða hvernig málið bar að. Málið sé ekki þess eðlis. Það sé eingöngu verið að endurnýja úrsérgengin skotvopn lögreglunnar og Gæslunnar. Hún fargi skotvopnum á móti þeim byssum sem hún sé að fá, vopnaeignin sé ekki að aukast. Lögreglan hefur hins vegar ekki tilkynnt um að hún hafi eytt neinum af vopnum sínum. Fréttablaðið hefur ekki fengið að sjá samninginn sem gerður var milli Norðmanna og Íslendinga um MP5-byssurnar og ekki hefur fengist uppgefið hver skrifaði undir hann. Þá liggur ekki fyrir hvort MP5-byssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eða hvort þeir eru að selja íslenskum yfirvöldum byssurnar. Lögreglan á að fá 150 MP5-byssur en Landhelgisgæslan 100. Bæði Landhelgisgæsla og lögregla halda því fram að byssurnar séu gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að kaupsamningur hafi verið gerður og Íslendingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið greitt fyrir byssurnar og ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir þær. Lögreglan hefur sagt að hún vilji ekki byssurnar þurfi hún að greiða fyrir þær. MP5-byssurnar 250 komu með flutningavél norska flughersins frá Noregi í febrúar og hafa síðan verið geymdar innan tollverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar í viðurkenndum skotvopnageymslum. Lögreglan fékk raunar 35 þeirra til afnota í skamman tíma til æfinga. Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildandi varnarmálalögum. Hvorki Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, né Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildu svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál í gær.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira