Innblásin af Einari Jónssyni og Hallgrími Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2014 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir: „Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim.“ Vísir/Pjetur „Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira