Innblásin af Einari Jónssyni og Hallgrími Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2014 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir: „Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim.“ Vísir/Pjetur „Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira