Listakonur spretta úr spori Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 12:30 Aksjónistar: Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir skemmta gestum í Anarkíu í dag. „Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira