Nú legg ég á, og mæli ég um Sara McMahon skrifar 14. október 2014 07:00 Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Game of Thrones Sara McMahon Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun