Hundakúkur Berglind Pétursdóttir skrifar 13. október 2014 00:01 Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun