Krakkamyndir kveiktu áhugann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 14:00 Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir eigin fyrirmælum, segir Erla. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira