Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2014 06:00 Guðmundur Þórarinsson pressar hér dönsku leikmennina alveg upp að endalínu. Vísir/Daníel „Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
„Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira