Hvað er leikrit? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2014 15:30 Hallfríður Þóra Tryggvadóttir. „Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu.“ Mynd: Alex Bergmann „Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira