Ljóskur sem draga úr heilastarfsemi karla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 12:30 Bók Birgis með myndum af ljóskum framan á plötuumslögum er gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. vísir/ernir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira