Árstíð dropans fer í hönd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 09:30 Elsa Lefebvre, Philip Vormwald, Maja Jantar og Angela Rawlings. Gústav Geir vantar á myndina. Mynd/Úr einkasafni „Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“ Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira
„Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“
Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira