Ekkert kynlíf fyrir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:30 Friðrik Ómar vill að sitt fólk verði úthvílt fyrir tónleikamaraþonið sem fram fer í Hofi á laugardag. mynd/ Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is. Tónlist Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is.
Tónlist Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira