Fyrirlestrar, málstofur og gjörningar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 12:30 Amy Tan mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Mynd: NordicphotosGetty Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira