Töfrafjallið er stórkostlegt landakort um nútímann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:00 Hópurinn í Davos á söguslóðum Töfrafjalls Thomasar Mann. Mynd/Haraldur Jónsson Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira