Þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi 18. september 2014 15:30 "Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð,“ segir Einar Már um afmælishaldið heima. Fréttablaðið/GVA „Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira