Fallturn og festival í Vatnsmýrinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. september 2014 16:00 Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. Mynd/Einkasafn „Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira