Rokkarar rokka til góðs Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. september 2014 12:00 Smutty Smiff stendur fyrir tónleikunum. Vísir/GVA Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum á sunnudag og hefur fengið til liðs við sig nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða styrktartónleika fyrir Frosta Jay Freeman. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Fram koma Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk og margir fleiri listamenn. Fyrir utan tónleikaveislu verða afar sjaldgæfar ljósmyndir boðnar upp en um er ræða ljósmyndir sem hinn heimsfrægi Bob Gruen hefur tekið af listamönnum á borð við John Lennon, Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og fara fram í Háskólabíó. 50% afsláttur er fyrir 15 ára og yngri ef keyptir eru miðar í móttöku Miði.is í Skaftahlíð 24 eða við innganginn í Háskólabíói.vísir/gva Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum á sunnudag og hefur fengið til liðs við sig nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða styrktartónleika fyrir Frosta Jay Freeman. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Fram koma Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk og margir fleiri listamenn. Fyrir utan tónleikaveislu verða afar sjaldgæfar ljósmyndir boðnar upp en um er ræða ljósmyndir sem hinn heimsfrægi Bob Gruen hefur tekið af listamönnum á borð við John Lennon, Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og fara fram í Háskólabíó. 50% afsláttur er fyrir 15 ára og yngri ef keyptir eru miðar í móttöku Miði.is í Skaftahlíð 24 eða við innganginn í Háskólabíói.vísir/gva
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira