Smíðar jólaplötu í sumarbústað Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. september 2014 11:30 Stefán Hilmarsson hlustar hér á félaga sína leika ljúfa tóna. Mynd/Einkasafn „Ég fékk með mér mikið stórskotalið og dvöldum við tví dægra í Grímsnesi og hljóðrituðum grunna að plötunni,“ segir Stefán Hilmarsson sem er nýkominn heim menninguna eftir stutta dvöl í Grímsnesinu þar sem hann lagði grunn að nýrri jólaplötu. Hann segir það nú til dags svo auðvelt að hljóðrita hvar sem er. „Þetta er svo auðvelt í dag, við erum að tala um tölvu og nokkrar snúrur, þetta var öðruvísi í gamla daga þegar umstangið var talsvert meira,“ segir Stefán um upptökurnar. Hann hefur þó áður gefið jólaplötu en sú kom út árið 2008. „Þeir sem kannast við fyrri plötuna geta látið sig hlakka til þessarar plötu því það má segja að hún kallist svolítið á fyrri plötuna,“ bætir Stefán við. Á nýju plötunni verður aðallega að finna erlend lög sem Stefán gerir að sínum og þá eru flestir textarnir smíði Stefáns. Hún inniheldur nokkra dúetta, meðal annars með Ragnheiði Gröndal. Hann hefur í hyggju að klára plötuna á næstum vikum. „Upptökurnar færast nú til borgarinnar og lýkur innan þriggja vikna.“ Stefnt er að því að gefa plötuna út síðla í október eða í byrjun nóvember. „Ég mun fylgja plötunni eftir með jólatónleikum í Salnum líkt og í fyrra, 5. og 6. desember og 11. og 12. desember,“ bætir Stefán við en miðar fara í sölu á næstunni.Menn í góðum gír í sumarbústaðnum. Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég fékk með mér mikið stórskotalið og dvöldum við tví dægra í Grímsnesi og hljóðrituðum grunna að plötunni,“ segir Stefán Hilmarsson sem er nýkominn heim menninguna eftir stutta dvöl í Grímsnesinu þar sem hann lagði grunn að nýrri jólaplötu. Hann segir það nú til dags svo auðvelt að hljóðrita hvar sem er. „Þetta er svo auðvelt í dag, við erum að tala um tölvu og nokkrar snúrur, þetta var öðruvísi í gamla daga þegar umstangið var talsvert meira,“ segir Stefán um upptökurnar. Hann hefur þó áður gefið jólaplötu en sú kom út árið 2008. „Þeir sem kannast við fyrri plötuna geta látið sig hlakka til þessarar plötu því það má segja að hún kallist svolítið á fyrri plötuna,“ bætir Stefán við. Á nýju plötunni verður aðallega að finna erlend lög sem Stefán gerir að sínum og þá eru flestir textarnir smíði Stefáns. Hún inniheldur nokkra dúetta, meðal annars með Ragnheiði Gröndal. Hann hefur í hyggju að klára plötuna á næstum vikum. „Upptökurnar færast nú til borgarinnar og lýkur innan þriggja vikna.“ Stefnt er að því að gefa plötuna út síðla í október eða í byrjun nóvember. „Ég mun fylgja plötunni eftir með jólatónleikum í Salnum líkt og í fyrra, 5. og 6. desember og 11. og 12. desember,“ bætir Stefán við en miðar fara í sölu á næstunni.Menn í góðum gír í sumarbústaðnum.
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira