Þakið rifnar af Café Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. september 2014 11:30 Hljómsveitin The Aristocrats ætlar að rokka þakið af Rosenberg í kvöld. vísir/getty „Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira