Keppir um verðlaun fyrir Prisoners Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. september 2014 10:30 á fullu í Hollywood Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir myndina Theory Is Evereything sem fjallar um Stephen Hawking og verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira