Friðar samviskuna með leiksýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 10:45 Leikhópurinn sem sýnir Petru var á æfingu þegar þessi mynd var tekin. Fréttablaðið/Stefán „Það er hættulegt að fresta því að tengjast fólkinu í kringum sig,“ segir Pétur Ármannsson leikstjóri. Hann kveðst iðrast þess að hafa ekki sinnt langömmu sinni, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, betur meðan tími var til en hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mánuðum áður en hún hefði orðið níræð.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja.Mynd/úr einkasafniNú er Pétur búinn að gera leiksýningu um þessa langömmu sína sem bjó á Stöðvarfirði allt sitt líf og var oft kölluð Steina-Petra enda átti hún stærsta einkarekna steinasafn í heimi að talið er. Leiksýninguna segir Pétur vera tilraun til að bæta fyrir vanrækslu sína við langömmu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja. Sýningin Dansaðu fyrir mig fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, um að verða atvinnudansari. Sú sýning hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar og hefur farið víða. Petra verður frumsýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal annað kvöld, 29. ágúst, klukkan 19 í Tjarnarbíói. Frekari upplýsingar má nálgast á lokal.is. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er hættulegt að fresta því að tengjast fólkinu í kringum sig,“ segir Pétur Ármannsson leikstjóri. Hann kveðst iðrast þess að hafa ekki sinnt langömmu sinni, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, betur meðan tími var til en hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mánuðum áður en hún hefði orðið níræð.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja.Mynd/úr einkasafniNú er Pétur búinn að gera leiksýningu um þessa langömmu sína sem bjó á Stöðvarfirði allt sitt líf og var oft kölluð Steina-Petra enda átti hún stærsta einkarekna steinasafn í heimi að talið er. Leiksýninguna segir Pétur vera tilraun til að bæta fyrir vanrækslu sína við langömmu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja. Sýningin Dansaðu fyrir mig fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, um að verða atvinnudansari. Sú sýning hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar og hefur farið víða. Petra verður frumsýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal annað kvöld, 29. ágúst, klukkan 19 í Tjarnarbíói. Frekari upplýsingar má nálgast á lokal.is.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira