Lífið snýst um fiðluna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 13:30 "Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar,“ segir Geirþrúður Ása. Fréttablaðið/Stefán „Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira