Reyndi að tileinka mér það fallegasta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 10:30 "Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV,“ segir Katrín. Fréttablaðið/GVA „Ég skoðaði brot sem ég hef fengið lánuð í gegnum tíðina frá þekktum danshöfundum og hafa veitt mér innblástur,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um dansverkið Saving History sem hún ætlar að frumsýna í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn klukkan 19.30. Hún rifjar upp hvernig hún byrjaði að semja dans. „Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV og reyndi að læra þau spor sem mér fannst flott hjá Britney Spears, Madonnu og fleirum og í dansskólanum kynnist ég danshöfundum í listdanssögu og lærði brot úr þeirra verkum. Íslendingar hafa ekki sama aðgengi og stórar þjóðir að danssýningum og ég horfði bara á dans á vídeóum og netinu og reyndi að tileinka mér það fallegasta sem ég sá.“ Í listsköpun er algengt að fólk fái innblástur úr verkum annarra og Saving History er heiðarleg tilraun til að stela hlutum og setja þá saman í eitt verk að sögn Katrínar. „Saving History endurspeglar hvað hefur haft áhrif á mig á hverjum tíma.“ Þetta er ekki það eina sem Katrín ætlar að sýna á danshátíðinni. Hún er líka meðal dansara í Predator, nýju verki eftir Sögu Sigurðardóttur sem frumsýnt verður í Kassanum á miðvikudaginn. Svo er hún nýkomin frá Póllandi þar sem hún sýndi Grímuverðlauna-danssýninguna Coming Up. Þetta er því ansi fjörugur ágúst hjá henni.Nánari upplýsingar um danshátíðina má finna á hér. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég skoðaði brot sem ég hef fengið lánuð í gegnum tíðina frá þekktum danshöfundum og hafa veitt mér innblástur,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um dansverkið Saving History sem hún ætlar að frumsýna í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn klukkan 19.30. Hún rifjar upp hvernig hún byrjaði að semja dans. „Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV og reyndi að læra þau spor sem mér fannst flott hjá Britney Spears, Madonnu og fleirum og í dansskólanum kynnist ég danshöfundum í listdanssögu og lærði brot úr þeirra verkum. Íslendingar hafa ekki sama aðgengi og stórar þjóðir að danssýningum og ég horfði bara á dans á vídeóum og netinu og reyndi að tileinka mér það fallegasta sem ég sá.“ Í listsköpun er algengt að fólk fái innblástur úr verkum annarra og Saving History er heiðarleg tilraun til að stela hlutum og setja þá saman í eitt verk að sögn Katrínar. „Saving History endurspeglar hvað hefur haft áhrif á mig á hverjum tíma.“ Þetta er ekki það eina sem Katrín ætlar að sýna á danshátíðinni. Hún er líka meðal dansara í Predator, nýju verki eftir Sögu Sigurðardóttur sem frumsýnt verður í Kassanum á miðvikudaginn. Svo er hún nýkomin frá Póllandi þar sem hún sýndi Grímuverðlauna-danssýninguna Coming Up. Þetta er því ansi fjörugur ágúst hjá henni.Nánari upplýsingar um danshátíðina má finna á hér.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira