ADHD: Afar Djarfur Heillandi Djass Jónas Sen skrifar 22. ágúst 2014 13:15 "Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfallega músík sem erfitt er að lýsa,“ segir í dómnum. Mynd/Spessi ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut besta sándið að vera. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hljómurinn var fullkominn, hann var kristaltær og í alveg réttum hlutföllum. Bassinn var mikill en samt skýr, miðsviðið virkaði víðfeðmt og toppurinn var hóflega sterkur. Ég hugsa að hljóðstjórnin á tónleikunum hafi ekki verið auðveld. ADHD kom þarna fram og einkennandi fyrir hljóminn almennt var hve hann var gruggugur. Ég meina það í jákvæðum skilningi. Hammond-orgel var áberandi, og það framkallar eitthvað sem helst mætti kalla sjarmerandi skít. Þetta gerði heildaráferðina skemmtilega impressjóníska. Það var nánast eins og að horfa á málverk eftir Monet. Litirnir og áferðin var ægifögur, en formin voru óljós, gefin í skyn. Það var nánast eins og þau væru á milli tveggja heima, í veruleikanum og ósýnilegri veröld andans. Tónlistarlega þýddi þetta að rytmar og mismunandi hljómasamsetningar voru allsráðandi, en laglínurnar voru fábrotnar. Þær voru oftast bara litlar hendingar sem urðu ekki að neinu sérstöku. Að gera slíkan hljóðheim tæran og flottan var afrek hjá hljóðmönnunum. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Þeir byrjuðu á því að hljóðfæraleikararnir fjórir settu hljóðfærin í gang og við tók eitthvað sem hljómaði eins og verið væri að stilla hljóminn. Hljóðfæraleikararnir voru Davíð Þór Jónsson á ýmis hljómborðshljóðfæri, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Ómar Guðjónsson á gítar og bassa. Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfagra músík sem erfitt er að lýsa. Þarna var hugstreymi, lög breyttust fyrirvaralaust í eitthvað annað sem varð að næsta lagi í ljúfri stígandi; þannig leið klukkutími. Ég naut hvers tóns. Það var svo ótrúlega gaman að mörgu sem bar fyrir eyru. Tónlistin var fremur myrk, en ávallt heillandi. Hvort sem það voru síbreytilegir Hammond-hljómar eða Rakmaninoff-legur píanóleikur, seiðandi, draumkenndur saxófónleikur sem kom stöðugt á óvart, lokkandi slagverkshendingar eða skrautlegur gítarleikur. Maður hafði á tilfinningunni að verið væri að spinna tónlistina frá grunni þarna á sviðinu, en samt virkaði allt svo vel skipulegt. Útkoman var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Impressjónísk tónlist sem hætti ekki að vera skemmtileg. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut besta sándið að vera. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hljómurinn var fullkominn, hann var kristaltær og í alveg réttum hlutföllum. Bassinn var mikill en samt skýr, miðsviðið virkaði víðfeðmt og toppurinn var hóflega sterkur. Ég hugsa að hljóðstjórnin á tónleikunum hafi ekki verið auðveld. ADHD kom þarna fram og einkennandi fyrir hljóminn almennt var hve hann var gruggugur. Ég meina það í jákvæðum skilningi. Hammond-orgel var áberandi, og það framkallar eitthvað sem helst mætti kalla sjarmerandi skít. Þetta gerði heildaráferðina skemmtilega impressjóníska. Það var nánast eins og að horfa á málverk eftir Monet. Litirnir og áferðin var ægifögur, en formin voru óljós, gefin í skyn. Það var nánast eins og þau væru á milli tveggja heima, í veruleikanum og ósýnilegri veröld andans. Tónlistarlega þýddi þetta að rytmar og mismunandi hljómasamsetningar voru allsráðandi, en laglínurnar voru fábrotnar. Þær voru oftast bara litlar hendingar sem urðu ekki að neinu sérstöku. Að gera slíkan hljóðheim tæran og flottan var afrek hjá hljóðmönnunum. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Þeir byrjuðu á því að hljóðfæraleikararnir fjórir settu hljóðfærin í gang og við tók eitthvað sem hljómaði eins og verið væri að stilla hljóminn. Hljóðfæraleikararnir voru Davíð Þór Jónsson á ýmis hljómborðshljóðfæri, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Ómar Guðjónsson á gítar og bassa. Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfagra músík sem erfitt er að lýsa. Þarna var hugstreymi, lög breyttust fyrirvaralaust í eitthvað annað sem varð að næsta lagi í ljúfri stígandi; þannig leið klukkutími. Ég naut hvers tóns. Það var svo ótrúlega gaman að mörgu sem bar fyrir eyru. Tónlistin var fremur myrk, en ávallt heillandi. Hvort sem það voru síbreytilegir Hammond-hljómar eða Rakmaninoff-legur píanóleikur, seiðandi, draumkenndur saxófónleikur sem kom stöðugt á óvart, lokkandi slagverkshendingar eða skrautlegur gítarleikur. Maður hafði á tilfinningunni að verið væri að spinna tónlistina frá grunni þarna á sviðinu, en samt virkaði allt svo vel skipulegt. Útkoman var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Impressjónísk tónlist sem hætti ekki að vera skemmtileg.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira