Auður átti sér margar skemmtilegar hliðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 14:15 Guðný Dóra og Þórunn Elísabet eru búnar að koma hlutunum á sýningunni fallega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira