Rússnesk rómantík í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Simfóníuhljómsveit Toronto. Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira