Sama dagskrá á sama stað 40 árum síðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 14:00 Kammersveit Reykjavíkur og Herdís Anna Jónsdóttir söngkona kát á æfingu fyrir afmælistónleikana. Fréttablaðið/GVA „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959) Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959)
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira