Keiliskonur hefndu ófaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. ágúst 2014 06:00 Guðrún Brá og GK-konur hefndu ófaranna frá í fyrra. vísir/Daníel Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson. Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Sjá meira
Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson.
Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti