„Þetta er grafalvarlegt mál“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Vill skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney.
Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39