Engin tíðindi eru góð tíðindi Sara McMahon skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin. Ein mesta ferðahelgi ársins.Líkt og landsmanna er siður lagði ég land undir fót og hélt út í sveit. Þar naut ég kyrrðarinnar, andaði að mér fersku sjávarlofti, tíndi sveppi og ber og naut þess að vera í algjöru tíma- og netsambandsleysi. Og svo, líkt og hendi væri veifað, var helgin búin. Þegar heim var komið var mitt fyrsta verk að renna í gegnum íslensku netmiðlana og lesa fréttir helgarinnar. Ég settist í sófann með fartölvuna í kjöltunni og bjó mig undir hið versta: Fréttir af slagsmálum, nauðgunum og skemmdarverkum. En sem betur fer var lítið um slíkt. Landsmenn virtust hafa notið samverunnar í mesta bróðerni í ár. Sólin skein á mannskapinn sem mætt hafði á Síldarævintýrið í Siglufirði. Keppendur í Mýrarboltanum á Ísafirði skemmtu sér „drulluvel“ að venju. Vallarmet var sett á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki og tíu þúsund manns fylgdust dolfallin með er smábátaeigendur á Akureyri röðuðu sér upp á Pollinum og tendruðu blys að stórtónleikum loknum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði að vísu hald á svolítið magn fíkniefna og þar fuku einnig nokkur tjöld aðfaranótt mánudags. Nokkrir ældu í Herjólfi á leiðinni upp á land, en það er sossum ekki fréttnæmt, og einhverjir voru teknir fyrir ölvunarakstur hér og þar um landið. (Við skulum ekki eyða orðum í þennan eina hrotta á Akureyri sem gisti fangageymslur eftir að hafa ráðist á annan mann og veitt honum alvarlega áverka. Hann er ekki þess virði.) Vonandier „tíðindaleysið“ í ár ekki einsdæmi heldur það sem koma skal. Vonandi hafa landsmenn loks lært að hópa sig saman án þess að berja, nauðga og skemma fyrir samborgurum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin. Ein mesta ferðahelgi ársins.Líkt og landsmanna er siður lagði ég land undir fót og hélt út í sveit. Þar naut ég kyrrðarinnar, andaði að mér fersku sjávarlofti, tíndi sveppi og ber og naut þess að vera í algjöru tíma- og netsambandsleysi. Og svo, líkt og hendi væri veifað, var helgin búin. Þegar heim var komið var mitt fyrsta verk að renna í gegnum íslensku netmiðlana og lesa fréttir helgarinnar. Ég settist í sófann með fartölvuna í kjöltunni og bjó mig undir hið versta: Fréttir af slagsmálum, nauðgunum og skemmdarverkum. En sem betur fer var lítið um slíkt. Landsmenn virtust hafa notið samverunnar í mesta bróðerni í ár. Sólin skein á mannskapinn sem mætt hafði á Síldarævintýrið í Siglufirði. Keppendur í Mýrarboltanum á Ísafirði skemmtu sér „drulluvel“ að venju. Vallarmet var sett á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki og tíu þúsund manns fylgdust dolfallin með er smábátaeigendur á Akureyri röðuðu sér upp á Pollinum og tendruðu blys að stórtónleikum loknum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði að vísu hald á svolítið magn fíkniefna og þar fuku einnig nokkur tjöld aðfaranótt mánudags. Nokkrir ældu í Herjólfi á leiðinni upp á land, en það er sossum ekki fréttnæmt, og einhverjir voru teknir fyrir ölvunarakstur hér og þar um landið. (Við skulum ekki eyða orðum í þennan eina hrotta á Akureyri sem gisti fangageymslur eftir að hafa ráðist á annan mann og veitt honum alvarlega áverka. Hann er ekki þess virði.) Vonandier „tíðindaleysið“ í ár ekki einsdæmi heldur það sem koma skal. Vonandi hafa landsmenn loks lært að hópa sig saman án þess að berja, nauðga og skemma fyrir samborgurum sínum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun