Viðurnefni Seyðfirðinga lesin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 18:00 Gunnhildur les upp viðurnefni Seyðfirðinga svo undir tekur í fjöllunum. Mynd/Skaftfell „Ég ætla að endurflytja gjörninginn Manntalið sem ég var með á 17. júní, leiðréttan og endurbættan. Hann byggist á upptalningu á seyðfirskum viðurnefnum, tæplega 500 talsins,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarkona sem kemur fram í Hafnargarðinum á Seyðifirði á morgun klukkan 15 á Fjallkonuhátíð. Hún segir nöfnunum hafa verið safnað af öðrum gegnum tíðina og sjálf hafi hún rætt við smiði og fleiri stéttir þar sem einkahúmor er í gangi og bætt í safnið. „Svo eru mér alltaf að berast ábendingar og ný nöfn. Þetta er ekta þjóðfræðistúdía.“ Fjallkonuhátíðin er haldin til að minnast þess að skartbúin kona frá víkingaöld fannst uppi í heiði fyrir norðan Seyðisfjörð fyrir tíu árum. Hátíðin tengist sumarsýningu menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells, Ró Ró og flyst í bakgarð Skaftfells eftir gjörninginn sem mun bergmála í fjöllunum. En Gunnhildur segir hægt að hlusta á upptalninguna á lágum nótum allan sólarhringinn. „Ég smíðaði lítið svið og röddin mín hljómar úr hátalara, þar er stóll, þannig að hver sem er getur sest og hlustað.“ Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ætla að endurflytja gjörninginn Manntalið sem ég var með á 17. júní, leiðréttan og endurbættan. Hann byggist á upptalningu á seyðfirskum viðurnefnum, tæplega 500 talsins,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarkona sem kemur fram í Hafnargarðinum á Seyðifirði á morgun klukkan 15 á Fjallkonuhátíð. Hún segir nöfnunum hafa verið safnað af öðrum gegnum tíðina og sjálf hafi hún rætt við smiði og fleiri stéttir þar sem einkahúmor er í gangi og bætt í safnið. „Svo eru mér alltaf að berast ábendingar og ný nöfn. Þetta er ekta þjóðfræðistúdía.“ Fjallkonuhátíðin er haldin til að minnast þess að skartbúin kona frá víkingaöld fannst uppi í heiði fyrir norðan Seyðisfjörð fyrir tíu árum. Hátíðin tengist sumarsýningu menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells, Ró Ró og flyst í bakgarð Skaftfells eftir gjörninginn sem mun bergmála í fjöllunum. En Gunnhildur segir hægt að hlusta á upptalninguna á lágum nótum allan sólarhringinn. „Ég smíðaði lítið svið og röddin mín hljómar úr hátalara, þar er stóll, þannig að hver sem er getur sest og hlustað.“
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira