Með Gallerí gám á ferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2014 15:00 Mekkín dreymir um að ferðast um allt land með Gallerí gám á útihátíðir næsta sumar. „Ég ákvað að koma með myndlistina út til fólksins,“ segir Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir myndlistarmaður sem hefur fengið sér gám sem sýningarsal og fer með hann á útihátíðir. Hann heitir að sjálfsögðu Gallerí gámur. Hún hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík og segir það hafa gengið mjög vel. Nú ætlar hún að vera um helgina á Einni með öllu á Akureyri og aftur á Akureyrarvökunni í lok ágúst. „Þetta er tilraunaverkefni,“ viðurkennir Ragnheiður Mekkín. „Ég skemmti mér vel við að ræða við allt fólkið, blessuð börnin eru til dæmis ótrúleg þegar þau fá að skoða, spá og spyrja,“ segir hún og kveðst pínu þreytt á því að sýna í listasölum þar sem einungis fólkið sem fylgist með listaheiminum mætir.Listakonan Ragnheiður Mekkín hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík.„Ég eyddi miklum tíma í að tala við almenning um grunntilgang myndlistar en fólk sem mundi aldrei leggja á sig að ganga inn á myndlistarsýningu villist inn í gáminn minn og spurningaflóðið fer í gang. Auðvitað gerist það að fólk snúi sér einn hring og fari svo út en margir gefa sér tíma til að staldra við og skoða. Sumir trúa mér fyrir því að þeir fari aldrei á listsýningar og viti ekkert um listir.“ Að þessu sinni er Ragnheiður Mekkín með sýningu eftir sjálfa sig í gámnum, bæði málverk þar sem hún skoðar líkamsímynd í gegnum leikföng barnanna og líka perluð verk. „Ég er búin að læra að perla eftir hefðum indíána í Bandaríkjunum og nýti mér þeirra aðferðir en færi yfir í mína liti, mitt munstur og minn stíl. Það að perla er nýja, dýra áhugamálið mitt sem ég nota í myndlistinni. Ég er gjörsamlega heilluð af því og á eftir að gera fleiri perluverk sem verða rándýr en vonandi kaupir þau einhver einhvern tíma.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég ákvað að koma með myndlistina út til fólksins,“ segir Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir myndlistarmaður sem hefur fengið sér gám sem sýningarsal og fer með hann á útihátíðir. Hann heitir að sjálfsögðu Gallerí gámur. Hún hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík og segir það hafa gengið mjög vel. Nú ætlar hún að vera um helgina á Einni með öllu á Akureyri og aftur á Akureyrarvökunni í lok ágúst. „Þetta er tilraunaverkefni,“ viðurkennir Ragnheiður Mekkín. „Ég skemmti mér vel við að ræða við allt fólkið, blessuð börnin eru til dæmis ótrúleg þegar þau fá að skoða, spá og spyrja,“ segir hún og kveðst pínu þreytt á því að sýna í listasölum þar sem einungis fólkið sem fylgist með listaheiminum mætir.Listakonan Ragnheiður Mekkín hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík.„Ég eyddi miklum tíma í að tala við almenning um grunntilgang myndlistar en fólk sem mundi aldrei leggja á sig að ganga inn á myndlistarsýningu villist inn í gáminn minn og spurningaflóðið fer í gang. Auðvitað gerist það að fólk snúi sér einn hring og fari svo út en margir gefa sér tíma til að staldra við og skoða. Sumir trúa mér fyrir því að þeir fari aldrei á listsýningar og viti ekkert um listir.“ Að þessu sinni er Ragnheiður Mekkín með sýningu eftir sjálfa sig í gámnum, bæði málverk þar sem hún skoðar líkamsímynd í gegnum leikföng barnanna og líka perluð verk. „Ég er búin að læra að perla eftir hefðum indíána í Bandaríkjunum og nýti mér þeirra aðferðir en færi yfir í mína liti, mitt munstur og minn stíl. Það að perla er nýja, dýra áhugamálið mitt sem ég nota í myndlistinni. Ég er gjörsamlega heilluð af því og á eftir að gera fleiri perluverk sem verða rándýr en vonandi kaupir þau einhver einhvern tíma.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira