Í Kaldalón eftir æfingar á Seyðisfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:45 Ásthildur, Kirstine Lindeman, Ilkka Heinonen, Noora Nenonen og Kirsi Ojala. Mynd/Renaud Cambuzat „Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira