Rokk og rólegheit Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:00 Kurt Vile hljómar kannski betur á plötum en á tónleikum. vísir/getty Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira