Úr byggingageiranum í bókaskrif Kristjana Arnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 12:30 Filippus hefur starfað í byggingageiranum í marga áratugi. Hann segir að hálf glæpasaga hvíli í skrifborðskúffunni. fréttablaðið/valli „Þetta var eitthvað sem ég vissi ekki að ég byggi yfir,“ segir Filippus Gunnar Árnason, sem ákvað að láta gamlan draum rætast og gefa út barnabækur. Þær fjalla um hinn fimm ára Kalla kalda sem býr í stóru húsi í Reykjavík og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Sögurnar um Kalla kalda hafa fylgt Filippusi frá því í barnæsku. „Pabbi sagði okkur systur minni sögur af Kalla þegar við vorum lítil. Ég mundi sögurnar ekki vel en karakterinn var alveg fastur í höfðinu á mér. Ég settist niður og skrifaði fyrstu söguna og svo komu bækur númer tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem skráði sig á námskeið í endurmenntunardeild Háskóla Íslands og þá varð ekki aftur snúið. Filippus hefur unnið í byggingageiranum í áratugi, allt annað en börnin hans sem öll lögðu fyrir sig listina; Nína Dögg fór í leiklist og Árni í kvikmyndagerð en tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink heitinn var einnig stjúpsonur Filippusar og ólst hann upp á heimilinu. „Ég var aðeins 18 ára þegar Nína fæddist svo það æxlaðist bara þannig að maður fór út á vinnumarkaðinn. Þar hefur maður verið síðan. Það væri auðvitað draumur að skipta úr byggingabransanum og yfir í bækurnar en ég held að maður verði að vera raunsær í þessu. En ég er, líkt og nánast allir sem eru eitthvað að pára, með hálfa glæpasögu ofan í skúffu. Hvort hún verður einhvern tíma að veruleika veit ég ekki.“ Filippus verður í Eymundsson á fimmtudag en þar verður bækurnar um Kalla kalda á tilboðsverði og boðið verður upp á blöðrur og djús fyrir yngri kynslóðina. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég vissi ekki að ég byggi yfir,“ segir Filippus Gunnar Árnason, sem ákvað að láta gamlan draum rætast og gefa út barnabækur. Þær fjalla um hinn fimm ára Kalla kalda sem býr í stóru húsi í Reykjavík og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Sögurnar um Kalla kalda hafa fylgt Filippusi frá því í barnæsku. „Pabbi sagði okkur systur minni sögur af Kalla þegar við vorum lítil. Ég mundi sögurnar ekki vel en karakterinn var alveg fastur í höfðinu á mér. Ég settist niður og skrifaði fyrstu söguna og svo komu bækur númer tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem skráði sig á námskeið í endurmenntunardeild Háskóla Íslands og þá varð ekki aftur snúið. Filippus hefur unnið í byggingageiranum í áratugi, allt annað en börnin hans sem öll lögðu fyrir sig listina; Nína Dögg fór í leiklist og Árni í kvikmyndagerð en tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink heitinn var einnig stjúpsonur Filippusar og ólst hann upp á heimilinu. „Ég var aðeins 18 ára þegar Nína fæddist svo það æxlaðist bara þannig að maður fór út á vinnumarkaðinn. Þar hefur maður verið síðan. Það væri auðvitað draumur að skipta úr byggingabransanum og yfir í bækurnar en ég held að maður verði að vera raunsær í þessu. En ég er, líkt og nánast allir sem eru eitthvað að pára, með hálfa glæpasögu ofan í skúffu. Hvort hún verður einhvern tíma að veruleika veit ég ekki.“ Filippus verður í Eymundsson á fimmtudag en þar verður bækurnar um Kalla kalda á tilboðsverði og boðið verður upp á blöðrur og djús fyrir yngri kynslóðina.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira