Nýtir kórreynsluna í listaverkum sínum Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júlí 2014 15:00 Jóhanna Þórhallsdóttir er hæfileikarík á hinum ýmsu sviðum listarinnar og opnar sína fyrstu listaverkasýningu. vísir/valli „Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira