Hef stefnt að þessu undanfarin tvö ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Sigurbergur hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn